Ný stjórn Ungra Evrópusinna

Ungir Evrópusinnar
Ungir Evrópusinnar

Ný stjórn Ungra Evrópusinna var kjörin nú á dögunum og er nýr formaður stjórnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Stjórn Ungra Evrópusinna 2010 - 2011 skipa:
Formaður: Stefán Rafn Sigurbjörnsson  
Varaformaður: Guðrún Sóley Gestsdóttir  
Ritstjóri: Elís Rúnarsson
Gjaldkeri: Ísleifur Egill Hjaltason
Ritari: Sif Jóhannsdóttir
Meðstjórnandi: Heimir Hannesson
Meðstjórnandi: Sema Erla Serdar
Meðstjórnandi: Ólafur H. Ólafsson
 
„Ný stjórn Ungra Evrópusinna ætlar að leggja það fyrir sig í vetur að taka virkan þátt í málefnalegri umræðu um Ísland og Evrópusambandið. Tilgangur félagsins er að fræða ungt fólk um Evrópusambandið og starfsemi þess með áherslu á stöðu og möguleika Íslands í samstarfi Evrópuþjóða.
 
Ungir Evrópusinnar telja komandi vetur mikilvægan í umræðunni um Ísland og Evrópusamstarfið. Samninganefnd er nú að störfum við að undirbúa komandi samningaviðræður. Viðræður sem munu að lokum skila samningi sem borin verður undir þjóðina til samþykktar eða synjunar.
 
Ungir Evrópusinnar bera mikinn vilja og tilhlökkun til rökræðu og samstarfs við önnur félög sem taka þátt í umræðunni um Ísland og Evrópusambandið," segir í ályktun frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert