Össur boðar orkuútrás

Össur Skarphéðinsson flytur ræðu á allsherjarþingi SÞ í síðustu viku.
Össur Skarphéðinsson flytur ræðu á allsherjarþingi SÞ í síðustu viku.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur Íslendinga vel í stakk búna til að stuðla að uppbyggingu innviða fyrir raforkuframleiðslu úr jarðhita í Austur-Afríku. Með því geti Íslendingar lagt sitt af mörkum til að uppræta mikinn orkuskort í mörgum ríkjum álfunnar.

Össur gerði grein fyrir þessari skoðun sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í síðustu viku en hann lýsti því þá yfir íslensk stjórnvöld ættu í viðræðum við stjórnvöld í nokkrum Austur-Afríkuríkjum um samvinnu á þessu sviði, að því er vefmiðillinn eTn greinir frá.

„Beislun jarðhitans í Austur-Afríku gæti frelsað þegna nokkurra ríkja úr viðjum orkufátæktar. Þessi ríki skortir hins vegar þekkingu á sviði jarðhita og innviðina til að nýta hann,“ sagði Össur um stöðuna og rökstuddi svo hvernig Íslendingar gætu lagt sitt á vogarskálarnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert