Runólfur vinnur að framgangi álvers

Runólfur Ágústsson
Runólfur Ágústsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Run­ólf­ur Ágústs­son hef­ur verið ráðinn verk­efn­is­stjóri hjá Sam­bandi sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um. Run­ólfi hef­ur verið falið það verk­efni að vinna að fram­gangi ál­vers í Helgu­vík með því að fá aðila máls­ins að borðinu og leysa úr þeim vanda sem verk­efnið hef­ur ratað í.

Frá þessu er sagt á vef Vík­ur­frétta. Þar kem­ur fram að hug­mynd­in um að fá Run­ólf að verk­efn­inu hafi vaknað í kjöl­far fund­ar iðnaðarráðherra á dög­un­um um ál­verið í Helgu­vík. Hann sátu for­svars­menn Norðuráls, orku­fyr­ir­tækja, Orku­stofn­un­ar, sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um og for­ystu­menn ASÍ og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins auk Katrín­ar Júlí­us­dótt­ur iðnaðarráðherra.

Run­ólf­ur er ráðinn til verk­efn­is­ins í þrjá mánuði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert