Samfylking réð úrslitum

Frá þingfundi Alþingis er tillögur um að ákæra fyrrverandi ráðherra …
Frá þingfundi Alþingis er tillögur um að ákæra fyrrverandi ráðherra voru teknar til afgreiðslu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þingmenn allra flokka nema Samfylkingarinnar greiddu annaðhvort atkvæði gegn öllum tillögum um ákærur á fyrrverandi ráðherra á Alþingi í gær eða studdu þær allar. Afstaða nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar var hins vegar mismunandi eftir því hver ráðherranna fyrrverandi átti í hlut og skiptu atkvæði þeirra því sköpum um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.

Níu af þingmönnum Samfylkingarinnar studdu tillögu um ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðhrra en fjórir þeirra greiddu síðan atkvæði á móti því að mál yrði höfðað gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Allir 16 þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti tillögunni um að ákæra Geir. Það sama gerðu 11 þingmenn Samfylkingarinnar og 3 þingmenn Framsóknarflokks. Það eru því allir þingmenn Vinstri grænna og Hreyfingarinnar, níu þingmenn Samfylkingarinnar og sex þingmenn Framsóknarflokksins sem standa að ákvörðun Alþingis um að höfðað verði mál gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi.

Gífurleg reiði er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í garð ákveðinna þingmanna Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins, eftir að niðurstaðan varð sú að aðeins Geir verður einn ákærður af þeim fjórum fyrrverandi ráðherrum, sem þingmannanefndin lagði til að yrðu ákærðir.

Af samtölum við þingmenn Sjálfstæðisflokks er ljóst að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar mun hafa veruleg áhrif á samstarf og samvinnu sjálfstæðismanna við þingmenn annarra flokka, einkum þó í Samfylkingu og Framsóknarflokki.

Ögmundur Jónasson hlustar brúnaþungur á ræðu Bjarna Benediktssonar á Alþingi.
Ögmundur Jónasson hlustar brúnaþungur á ræðu Bjarna Benediktssonar á Alþingi. mbl.is/Kristinn
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert