Skoða kaup á 40 metanvögnum

Hugsanlega fer metanstrætó að keyra um götur höfuðborgarinnar á næsta …
Hugsanlega fer metanstrætó að keyra um götur höfuðborgarinnar á næsta eða þarnæsta ári. Kristinn Ingvarsson

Stjórn Strætó ræðir nú til­lög­ur um að kaupa 40 metan­knúna stræt­is­vagna. Verði til­lög­urn­ar samþykkt­ar gætu fyrstu 20 vagn­arn­ir komið í notk­un á ár­un­um 2011 og 2012. Áætlað er að kostnaður Strætó við fjár­fest­ing­una sé 1.400-1.600 millj­ón­ir króna.

Málið er enn á frum­stigi, en minn­is­blað frá um­hverf­is - og sam­göngu­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar var lagt fyr­ir síðasta fund stjórn­ar Strætó. Reyn­ir Jóns­son, for­stjóri Strætó, seg­ir að eft­ir sé að und­ir­búa málið bet­ur. Leggja þurfi til­lög­urn­ar síðan fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu því að þau eru ábyrg fyr­ir fjár­fest­ing­um Strætó.

Reyn­ir sagði að strætó sem gengi fyr­ir gasi væri dýr­ari í inn­kaup­um en díselstrætó og rekstr­ar­kostnaður væri líka meiri, en þó væri tækn­inni sí­fellt að fleygja fram og því væri rekstr­ar­kostnaður­inn einn af þeim þátt­um sem þyrfti að fara bet­ur yfir. Hag­kvæmn­isút­reikn­ing­ar miðuðust við nú­ver­andi verð á gasi og dísi­lol­íu.

Reyn­ir skoðaði ný­verið al­menn­ings­sam­göng­ur í Mal­mö í Svíþjóð en þar aka um 350 gasstræt­is­vagn­ar um göt­ur. Hann sagði mik­il­vægt að læra af reynslu annarra þjóða í þessu efni.

Reyn­ir sagði að þetta væri spenn­andi verk­efni, en það væri að mörgu að hyggja áður en ákvörðun verður tek­in um hvort ráðist verður í þetta. M.a. þyrfti að tryggja að hægt verði að standa þannig að áfyll­ingu á vagn­anna að áfyll­ing dygði all­an dag­inn. Enn­frem­ur þyrfti að vera til vara­birgðir af gasi því að ef eitt­hvað óhapp yrði í Álfs­nesi, þar sem gasið verður til, yrði að vera hægt að grípa til vara­birgða svo að bíla­flot­inn stöðvaðist ekki.

„Spurn­ing­in er hvað sam­fé­lagið er til­búið til að fórna miklu fyr­ir í fyrsta lagi hreinna loft og minni los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Í öðru lagi þarf að hafa í huga að það er þjóðhags­leg­ur sparnaður að vera ekki að eyða dýr­mæt­um gjald­eyri í að flytja inn olíu. Í þriðja lagi má ekki gleyma því að við erum í dag að kveikja í stór­um hluta af því gasi sem kem­ur upp úr haug­un­um í Álfs­nesi,“ sagði Reyn­ir og bætti við að þetta þyrfti að hafa í huga þegar menn veltu fyr­ir sér þeim auka­kostnaði sem þetta verk­efni hefði lík­lega í för með sér fyr­ir Strætó.

Verði farið út í þessa fjár­fest­ingu þarf að koma upp hæ­gáfyll­ingu á me­tangasi á geymslu­stað Strætó á Hest­hálsi og vara­birgðum af gasi til að bæta af­greiðslu og tryggja af­hend­ingarör­yggi. Vagn­arn­ir verði fjár­magnaðir með láni frá Evr­ópska fjár­fest­inga­bank­an­um gegn­um ELENA verk­efnið en Met­an hf. fjár­magni áfylli­búnað og búnað fyr­ir vara­birgðir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert