Það sem af er árinu hafa 1100 fasteignir verið seldar nauðungarsölu, flestar í Reykjavík og Keflavík. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins og var vitnað í tölur frá dómsmálaráðuneytinu.
Á sama tíma hefur verið hætt við 2865 uppboð.
Fram kom að 226 fasteignir hafa verið seldar á uppboði í Reykjavík, 222 í Keflavík og 182 á Selfossi.