AGS passar upp á fjármagnið

Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. mbl.is/Ómar

Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sagði á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag að íslenska ríkið væri í gjörgæslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hann sagði að passað væri upp á fjármagnið og eigendur þess á meðan annað sæti á hakanum.

„Að hverju skyldi sú gjörgæsla snúa, það er fjármagnið og eigendur þess sem passað er uppá en ekki hef ég orðið var við fulltrúa AGS sem yfirsetukonur á spítalagöngum landsins eða á sambýlum fyrir fatlaða. Þar þurfum við öll að standa vaktina og hafa velferðarkerfi okkar í stöðugri gjörgæslu að hluta til gagnvart þessum gesti sem hefur þröngvað sér uppá okkur tímabundið,“ sagði Ögmundur í ræðu sinni er hann ræddi um tekjustofna.

„Þið þekkið þá stöðu sem ríkissjóður er í um þessar mundir, hann þarf að haga fjármálum sínum í samræmi við stranga áætlun næstu árin – og þið þekkið líka gestinn sem hjá okkur dvelur og leggur ýmsar kvaðir á herðar okkar, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ríkisvaldið hefur því bæði þurft að fara í erfiðar aðgerðir hvað varðar niðurskurð á útgjaldahlið ríkisfjármálanna og aukna skattlagningu. Þetta eru sársaukafullir tímar fyrir alla og næsta ár verður ekki létt hvað þetta varðar,“ sagði ráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert