Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor, sagði í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag, að Alþingi sé rúið trausti og að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ætti að biðjast lausnar strax.
Svanur sagði ósiðlegt að ráðherrar úr hinni svokölluðu
hrunstjórn greiði sjálfir atkvæði um ákærur gegn ráðherrum og íslenskt lýðræði og réttarríki hafi einmitt fallið vegna
þessa hugsunarháttar. Ráðamenn hafi gert allt það sem ekki var bannað og rofið trúnaðarsamband við þjóðina.