Atli tekur sér frí

Atli Gíslason, þingmaður VG.
Atli Gíslason, þingmaður VG. Ómar Óskarsson

Atli Gíslason, alþingismaður VG, verður ekki á þingi fyrstu þrjár vikur haustþingsins en hann verður í fríi.  Jórunn Einarsdóttir, kennari í Eyjum tekur sæti hans á þinginu.

Frá þessu er sagt á vefnum Eyjafréttir, en þar er talað við Jórunni.

„Ég finn það að það er mikil ólga í fólki og ég er svolítið að renna blint í sjóinn út af stöðunni eins og hún er í dag. Bæði eru það málefni vegna Landsdómsins og svo bíður fjárlagafrumvarpið afgreiðslu. Þannig að það eru gríðarleg verkefni framundan,“  segir Jórunn í samtali við Eyjafréttir.

Eyjafréttir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka