Deilt um Kaupþing í Bretlandi

Aðalstöðvar gamla Kaupþings.
Aðalstöðvar gamla Kaupþings. Ómar Óskarsson

Fullyrt er á vefsíðu Daily Mail í Bretlandi að SFO, stofnun sem annast rannnsóknir á fjársvikum, eigi nú í hörðum deilum við breska fjármálaeftirlitið, FSA, um mikilvæg gögn sem tengist hruni Kaupþings. Segir í fréttinni að FSA óttist að gögnin muni sýna að eftirlitið hafi verið í skötulíki.

Heimildarmaður vefsíðunnar segir að FSA hafi verið ósamvinnuþýtt. ,,Þeir hafa notað stofnanamál til að láta líta út fyrir að þeir séu samstarfsfúsir en í reynd neita þeir að láta mikilvæg gögn af hendi," segir hann. Fram kemur í fréttinni að SFO hafi átt samstarf við íslensk yfirvöld og talið sé að rannsóknin, sem sé afar víðfeðm, sé vel á veg komin.

 Kannað sé hvað gerðist rétt fyrir hrun bankans og hvernig nokkrir einstaklingar hafi getað tekið út fé síðustu dagana. Ljóst sé að íslensk yfirvöld hafi aðeins áhuga á að rannsaka mál manna með ,,íslensk eftirnöfn".

 Einnig sé rannsakað hvers vegna fáeinir menn hafi fengið stór lán með sáralitlum veðum og fengið að fresta afborgunum. Meðal þeirra sé Robert Tchenguiz og einnig sé SFO að athuga tengsl Mike Ashley, stofnanda  Sports Direct, við íslensku bankana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert