„Er ekki með neina sleggjudóma“

Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. mbl.is/Ómar

„Ég er ekki með neina sleggju­dóma. Það er ein­mitt við þeim sem ég er að vara,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, aðspurður um um­mæli sem hann lét falla í morg­un um lands­dóm og ákær­una á hend­ur Geir H. Haar­de.

Hátt í 30 fund­ar­gest­ir gengu út þegar Ögmund­ur ávarpaði landsþing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, sem fer nú fram á Ak­ur­eyri.

„Ég er að vara við því að per­sónu­gera mál og að hafa uppi sleggju­dóma,“ seg­ir Ögmund­ur í sam­tali við mbl.is.

„Ég beindi þeim orðum til allra sveit­ar­fé­lag­anna í land­inu að þau skoðuðu sig um í eig­in ranni. Hvort það væri ástæða til þess að fara í saum­ana á eig­in gjörðum á liðnum miss­er­um og árum. Ég veit ekki hvort það var það sem olli þessu upp­námi. En um­mæli mín voru ekki til að meiða einn eða neinn - þvert á móti,“ seg­ir hann.

Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, var ein þeirra sem gekk út af fund­in­um í morg­un. Hún sagði í sam­tali við mbl.is að um­mæli Ögmund­ar varðandi ákær­una á hend­ur Geir, þ.e. að málið væri ekki per­sónu­legt, væri óviðun­andi.

„Áhersla mín var á það að þótt gjörðir ein­stak­lings væru rann­sakaðar fyr­ir dómi, og hann jafn­vel sak­felld­ur, þá snýst málið um gjörðir hans en ekki hans per­sónu. Þetta er grund­vall­ar­hugs­un rétt­ar­rík­is­ins,“ seg­ir Ögmund­ur.

Menn verði að ræða þessi mál á slík­um for­send­um en ekki öðrum.

„Á sama hátt og ef maður brýt­ur um­ferðarlög með hraðakstri þá er hann dæmd­ur fyr­ir hegðan sína en það er ekki verið að dæma hann sem mann­eskju,“ seg­ir hann enn­frem­ur.

Í til­felli Geirs sé ekki verið að lög­sækja per­són­una held­ur emb­ætt­is­mann­inn og rann­saka hvort hann hafi gerst brot­leg­ur við lög sem gildi um ráðherra.

„Ég hef ein­mitt lagt áherslu á það, hvað varðar for­sæt­is­ráðherr­ann fyrr­ver­andi, þá þekki ég hann sem dreng góðan og það var það sem ég vísaði til í ræðu minni,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert