Í færslu sinni í dagbók borgarstjóra spyr Jón Gnarr hvort samgöngumiðstöðin í Reykjavík sé „ekki eitthvað rugl.“ Bæði Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson hafa varist spurningum Morgunblaðsins um málið en fyrir liggur að meirihluti borgarstjórnar þarf að samþykkja samgöngumiðstöðina í deiliskipulag borgarinnar til að af henni verði.
Með yfirlýsingu samgönguráðherra og borgarstjóra í apríl 2009 átti að setja aukin kraft í undirbúninginn vegna samgöngumiðstöðvar og hefja framkvæmdir fyrir árslok. Enn er ekkert búið að byggja.