Hrina af uppboðum

mbl.is/ÞÖK

Tölur um nauðungarsölur á Suðurnesjum gefa góða mynd af slæmu ástandinu. Að öllu óbreyttu verða lokasölur á 98 fasteignum í næstu viku. Það er tveimur fleiri eignir en seldar voru á nauðungaruppboði allt síðasta ár. Uppboð á hvern íbúa á Suðurnesjum eru margfalt fleiri en hjá umdæmi sýslumannsins í Reykjavík, en um miðjan mánuð höfðu nánast jafn margar eignir verið seldar lokasölu á árinu.

Þegar nauðungarsölur á Suðurnesjum eru bornar saman á landsvísu þarf einnig að gæta þess, að í engu tilviki var þar um að ræða frístundahús eða lóð undir frístundahús. Alls eru málin 418 í ár og að baki þeim eru samtals 1.123 nauðungarsölubeiðnir, eða að meðaltali 2,7 í hverju máli.

Þórólfur Halldórsson, sýslumaður í Keflavík, segir málum ekki aðeins hafa fjölgað heldur séu þau mun flóknari en áður. Álagið á starfsfólk sé því gríðarlegt, á sama tíma og krafa er gerð um tíu prósenta niðurskurð á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka