Ískalt viðmót á þinginu

Reiði er meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins
Reiði er meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Reiði þingmanna Sjálfstæðisflokksins í garð ákveðinna þingmanna Samfylkingar og Framsóknarflokks er slík að þeir segjast ætla að sniðganga þá á þingi með öllu; ekki geti orðið um samstarf við þá að ræða og þeir njóti ekki trausts.

Þessi afstaða er tilkomin vegna þess hvernig þessir þingmenn greiddu atkvæði á þingi í fyrradag þegar tillaga um málshöfðun á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi var samþykkt.

Sjálfstæðisþingmenn segjast ekkert eiga vantalað við þingmenn Samfylkingarinnar, eins og þau Helga Hjörvar, Skúla Helgason, Jónínu Rós Guðmundsdóttur, Ólínu Þorvarðardóttur, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Mörð Árnason. Þau verði sniðgengin og haldið úti í kuldanum. Þau verði ekki einu sinni virt viðlits.

Sama er upp á teningnum gagnvart framsóknarþingmönnunum Birki Jóni Jónssyni, Siv Friðleifsdóttur og Vigdísi Hauksdóttur.

Pólitísk aðför meirihluta þingsins að einum manni, Geir H. Haarde, muni hafa afleiðingar í för með sér og þau sem tóku þá ákvörðun séu ekki búin að bíta úr nálinni með það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka