Jarðhitinn sparaði okkur 67 milljarða í fyrra

Jarðhitinn er auðlind sem sparar þjóðinni mikla fjármuni.
Jarðhitinn er auðlind sem sparar þjóðinni mikla fjármuni. Júlíus Sigurjónsson

Sparnaður af notkun jarðvarma í stað gasolíu til húshitunar nam 67 milljörðum króna árið 2009. Uppsafnaður núvirtur sparnaður nam 1330 milljörðum króna yfir tímabilið 1970-2009. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem Orkustofnun lét vinna um efnahagslegan samanburður á húshitun með jarðhita og olíu.

Í skýrslunni er leitast við að meta þjóðhagslegan ávinning af nýtingu jarðhita með því að meta þann kostnað sem þjóðfélagið kemst hjá því að greiða með því að nýta jarðvarma til húshitunar í stað olíu. Byggt er á gögnum Orkustofnunar um sölu á heitu vatni til húshitunar yfir tímabilið 1970-2009. Tilsvarandi olíumagn til hitunar er reiknað út frá gefnum forsendum um gerð og nýtni olíukyndikerfa í heimahúsum og kostnaður við olíuinnkaup er reiknaður út frá olíuverði á hverjum tíma.

Um 25% heimila notuðu jarðhita til húshitun árið 1950, en flest önnur heimili notuðu olíu og kol til kyndingar. Árið 1973 var þetta hlutfall komið í  43% og í fyrra voru 89%heimila hituð með jarðhita. Í fyrra varði ríkissjóður 1,3 milljörðum króna til að niðurgreiða húshitun hjá þeim sem hita með rafmagni.

Notkun jarðhitans leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda en ef húsin væru hituð með olíu. Ef öll hús á Íslandi væru hituð með olíu myndi losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi aukast um tæpan helming. Með því að nýta jarðhita til húshitunar í stað olíu kemst þjóðin því hjá því að losa rúm 2 milljón tonn af koldíoxíði árlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert