Námu konu á brott í Kópavogi

Lögregla handtók síðdegis í dag tvær konur sem eru grunaðar um að hafa svipt 22 ára gamla konu frelsi og barið hana. Konurnar þvinguðu hana til að fara inn í bíl, en lögreglumenn komu að bílnum nokkrum mínútum síðar og frelsuðu konuna.

Lögreglu barst tilkynning um fimm leytið í dag frá vegfarendum um að tvær konur hefðu þvingað unga konu inn í bíl og ekið á brott. Atburðurinn átti sér stað á bílastæði við verslun Krónunnar í Lindum í Kópavogi. Lögreglan sendi strax menn á svæðið og tókst þeim að finna bílinn og frelsa konuna. Hún var því einungis í haldi kvennanna í fáar mínútur.

Konan fór á slysadeild en hún varð fyrir barsmíðum. Rannsókn málsins er ekki lokið og vill lögregla ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Konurnar tvær sem stóðu að atlögunni eru um 25 ára aldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert