Stefnir í fjöldamótmæli

Hópurinn hyggst leggjast til svefns við Alþingishúsið.
Hópurinn hyggst leggjast til svefns við Alþingishúsið. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hátt í 900 manns hafa nú skráð sig til þátt­töku á Fés­bók­arsíðu um fyr­ir­huguð mót­mæli við Alþing­is­húsið á morg­un, föstu­dag, en þá kem­ur Alþingi sam­an að nýju. Kjarn­inn í hópi mót­mæl­enda hyggst mæta með svefn­poka við Alþing­is­húsið um miðnætti í nótt.

Mót­mæl­end­urn­ir krefjast þess að stjórn­völd komi í veg fyr­ir fyr­ir­huguð upp­hoð á hús­næði og af­stýri þannig því að fjöldi fólks missi heim­ili sín í vet­ur.

Stein­ar Immanú­el Sör­ens­son skart­gripa­hönnuður átti hug­mynd­ina að svefn­po­ka­upp­reisn­inni sem svo má kalla en hann sagði við frétta­vef Morg­un­blaðsins í vik­unni að stjórn­völd hefðu brugðist því lof­orði sínu að slá skjald­borg um heim­ili lands­ins.

Sprott­inn úr gras­rót­inni

Hóp­ur­inn gef­ur sig út fyr­ir að vera þver­póli­tísk grasrót­ar­sam­tök.

Það er hins veg­ar ljóst hverj­um Stein­ar greiddi at­kvæði sitt í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í vor. Hann skrifaði þá á bloggsíðu sína:

„At­kvæði greitt með Besta Flokkn­um hef­ur 10x meira gildi en at­kvæði greitt með gömlu stöðnuðu flokk­un­um. Því er eng­in spurn­ing hvað fólk á að kjósa vilji það sjá at­kvæði sitt verða að ein­hverju!“ skrifaði Stein­ar en fram kem­ur á Fés­bók­arsíðu hóps­ins að kom­inn sé „tími á potta og pönn­ur aft­ur“, með vís­an til búsáhalda­bylt­ing­ar­inn­ar.

Steinar Immanúel Sörensson er einn forsprakka hópsins.
Stein­ar Immanú­el Sör­ens­son er einn forsprakka hóps­ins.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert