Stefnir í fjöldamótmæli

Hópurinn hyggst leggjast til svefns við Alþingishúsið.
Hópurinn hyggst leggjast til svefns við Alþingishúsið. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hátt í 900 manns hafa nú skráð sig til þátttöku á Fésbókarsíðu um fyrirhuguð mótmæli við Alþingishúsið á morgun, föstudag, en þá kemur Alþingi saman að nýju. Kjarninn í hópi mótmælenda hyggst mæta með svefnpoka við Alþingishúsið um miðnætti í nótt.

Mótmælendurnir krefjast þess að stjórnvöld komi í veg fyrir fyrirhuguð upphoð á húsnæði og afstýri þannig því að fjöldi fólks missi heimili sín í vetur.

Steinar Immanúel Sörensson skartgripahönnuður átti hugmyndina að svefnpokauppreisninni sem svo má kalla en hann sagði við fréttavef Morgunblaðsins í vikunni að stjórnvöld hefðu brugðist því loforði sínu að slá skjaldborg um heimili landsins.

Sprottinn úr grasrótinni

Hópurinn gefur sig út fyrir að vera þverpólitísk grasrótarsamtök.

Það er hins vegar ljóst hverjum Steinar greiddi atkvæði sitt í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann skrifaði þá á bloggsíðu sína:

„Atkvæði greitt með Besta Flokknum hefur 10x meira gildi en atkvæði greitt með gömlu stöðnuðu flokkunum. Því er engin spurning hvað fólk á að kjósa vilji það sjá atkvæði sitt verða að einhverju!“ skrifaði Steinar en fram kemur á Fésbókarsíðu hópsins að kominn sé „tími á potta og pönnur aftur“, með vísan til búsáhaldabyltingarinnar.

Steinar Immanúel Sörensson er einn forsprakka hópsins.
Steinar Immanúel Sörensson er einn forsprakka hópsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert