Undirbúa útboð á dýpkun með stærra skipi

Herjólfur í Landeyjahöfn
Herjólfur í Landeyjahöfn mbl.is/Rax

Unnið er að undirbúningi útboðs á dýpkun til að halda Landeyjahöfn opinni í vetur. Áætlað er að þjónusta öflugs sandæluskips kosti um 180 milljónir og hefur samgönguráðherra óskað eftir viðbótarfjárveitingu til verksins.

Landeyjahöfn lokaðist enn á ný í fyrradag vegna þess að sandur og gjóska hefur borist fyrir mynni hafnarinnar. Herjólfur siglir því til Þorlákshafnar um óákveðinn tíma.

Siglingastofnun metur stöðuna þannig að sanddæluskip verði að vera til taks til stöðugrar dælingar, ef nota á Landeyjahöfn í vetur.

Sanddæluskipið Perla bilaði á dögunum vegna þess að fíngerð gosefni smugu inn í legur í skrúfubúnaði skipsins þegar það var við dýpkun í Landeyjahöfn. Búið er að taka skrúfuna úr og er unnið að viðgerð. Búist er við því að skipið geti aftur farið til verka í Landeyjahöfn upp úr helgi, samkvæmt upplýsingum Siglingastofnunar.

Perla getur aðeins athafnað sig við liðlega eins metra ölduhæð og telur Siglingastofnun að öflugra skip þurfi til að halda höfninni opinni í vetur. Áætlað er að það kosti 30 milljónir á mánuði að leigja skip sem getur dýpkað 15 daga í hverjum mánuði, yfir fimm verstu vetrarmánuðina, nóvember til mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert