16 milljarðar og 150 störf

Álverið í Straumsvík
Álverið í Straumsvík

Rio Tinto Alcan ætl­ar verja 140 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, 16 millj­örðum króna, til breyt­inga á fram­leiðslu­ferli ál­vers­ins í Straums­vík. Kall­ar þetta á 150 ný ár­s­verk. Þetta er til viðbót­ar við 347 millj­óna Banda­ríkja­dala fjár­fest­ingu í upp­færslu á búnaði og 20% fram­leiðslu­aukn­ingu ál­vers­ins sem var kynnt ný­verið. 

Í stað barra verða fram­leidd­ir svo­nefnd­ir bolt­ar (sí­val­ar stang­ir), sem eru verðmæt­ari afurð, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Rito Tinto Alcan.

 „Við erum sann­færð um að eft­ir­spurn fyr­ir ál­bolta verði góð í Evr­ópu og það mun gera okk­ur kleift að festa okk­ur í sessi á þess­um þýðing­ar­mikla markaði. ISAL not­ar græna orku og los­ar lítið af gróður­húsaloft­teg­und­um og get­ur því fram­leitt bolta á um­hverf­i­s­vænni hátt en önn­ur ál­ver. Aðkoma ISAL að fram­leiðslunni styrk­ir einnig stöðu okk­ar með hliðsjón af því að ál­verið hef­ur reynst afar áreiðan­leg­ur fram­leiðandi á hágæðavör­um,“ seg­ir Gor­don Hamilt­on, fram­kvæmda­stjóri á sölu- og markaðssviði Rio Tinto Alcan, frétta­til­kynn­ingu.

Önnur ál­ver Rio Tinto Alcan í Frakklandi og á Bretlandi munu taka við hluta af barra­fram­leiðslunni sem ISAL hef­ur sinnt fram til þessa.

Gert er ráð fyr­ir að boltafram­leiðsla hefj­ist í Straums­vík árið 2012 og að al­farið verði búið að skipta yfir í boltafram­leiðslu fyr­ir árs­lok 2014.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert