Alþingi verður sett í dag

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gengur í Alþingishúsið ásamt þingmönnum.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gengur í Alþingishúsið ásamt þingmönnum. mbl.is/Jón Pétur

Alþingi Íslendinga, 139. löggjafarþingið, verður sett í dag.

Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Séra Halldóra J. Þorvarðardóttir, prófastur Suðurprófastsdæmis, predikar.

Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setur Alþingi og að því loknu flytur forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, ávarp. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið kl. 16 verður hlutað um sæti þingmanna. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011 verður þá útbýtt.

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða á mánudagskvöld 4. október, kl. 19.50.

Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 þriðjudaginn 5. október og hefst umræðan kl. 13.30.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert