Eggjum kastað í alþingismenn

Rúða var brotin í Dómkirkjunni eftir að guðsþjónusta hófst þar.
Rúða var brotin í Dómkirkjunni eftir að guðsþjónusta hófst þar. mbl.is/Júlíus

Eggjum, tómötum og fleira lauslegu var kastað í alþingismenn þegar þeir gengu úr Alþingishúsinu yfir í Dómkirkjuna þar sem guðsþjónusta er að hefjast. Þá var rúða brotin í kirkjunni eftir að guðsþjónusta hófst þar en engan sakaði og hélt guðsþjónustan áfram.

Mikill mannfjöldi er á Austurvelli og eru lögreglumenn í viðbragðsstöðu  með kylfur og piparúða. Hefur fólk farið inn á afgirt svæði við þinghúsið. 

Þingmenn ganga úr Alþingishúsinu í Dómkirkjuna.
Þingmenn ganga úr Alþingishúsinu í Dómkirkjuna. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert