„Ekki til farsælda ef reiðin ræður för“

„Ég held að það sé verið að lýsa eftir óánægju með stöðu mála og óska eftir aðgerðum og það sé tekið á því sem þarf að taka á,“ segir Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar aðspurður um mótmælin fyrir utan Alþingi.

Róbert segir sjálfsagt að fólk lýsi skoðunum sínum en slæmt ef menn geri það með ofbeldisfullum hætti.

„En meginhluti þessa fólks er í friðsömum mótmælum. Komið hingað til þess að tjá skoðun sína á landsmálunum og það er bara sjálfsagt mál. Og þetta náttúrulega brýnir okkur til verka og á að vera til þess,“ segir hann ennfremur.

Hann er ekki sammála því að stjórnvöld séu ekki á réttri braut. „Það er verið að taka á þeim málum sem þarf að taka á. Ef til vill ekki nógu hratt og við þurfum að bæta okkur í því.“

Róbert segir að það sé aldrei til farsælda ef reiðin ráði för, hvorki í mótmælum né í störfum þingsins.

„Að tjá skoðanir sínar með eitt en þú ferð ekki fram með ofbeldi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert