Fengu frábærar móttökur

Leikararnir fengu mikið lof fyrir sýninguna.
Leikararnir fengu mikið lof fyrir sýninguna. Jón Þorgeir Kristjánsson

Leikritið Faust í uppsetningu Vesturports og Borgarleikhússins fékk gríðarlega góðar viðtökur á frumsýningu í London í kvöld. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri sagði að frumsýningargestir hefðu lengi klappað leikurum og öðrum aðstandendum sýningarinnar lof í lófa.

Uppsetning Borgarleikhússins og Vesturports á FAUST er í hinu virta Young Vic leikhúsi í London. Undanfarnar tvær vikur hafa 25 íslenskir leikarar og tæknimenn verið að störfum í leikhúsinu ásamt erlendum starfsbræðrum sínum við aðlögun verksins að nýju rými. Sýningin er nú flutt á ensku og því þurftu leikararnir að læra hlutverk sín  að nýju á nýrri tungu.

Faust var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í janúar þar sem það var sýnt fyrir fullu húsi fram í maí. Forsýningar á verkinu hófust fyrir viku en sýningar verða sjö sinnum í viku allt til 30. október en þetta er mun þéttari keyrsla en íslenskir leikhúsgestir eiga að venjast. Mikil sala er á sýninguna en hún er hluti af 40 ára afmælishátíð Young Vic leikhússins.


Fyrr í dag var tilkynnt að Vesturport hefði fengið Evrópsku leiklistarverðlaunin í ár. Viðar Eggertsson leikstjóri sagði í samtali við RÚV í dag að þetta væri mesta viðurkenning sem íslenskir leikhúslistamenn hefðu fengið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert