Fjárlögin uppkast fremur en stefnumörkun

Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson. mbl.is/Ómar

Forsendurnar sem fjárlög næsta árs byggja á eru sláandi að mati Kristjáns Þórs Júlíussonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að frumvarpið sé „mjög hrátt og forsendur mjög hæpnar. Ég býst við því að þetta eigi eftir að taka mjög miklum breytingum.“

Hann bendir á að skv. þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í júní sé gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 3,7%. „Ég held að allir geti verið þokkalega sammála um það að þær forsendur muni ekki standast, eða sá grunnur sem þar er lagður. Ef þetta er grunnurinn undir frumvarpinu þá er þetta ekki gott,“ segir Kristján.

Það sé hins vegar óskandi að þetta rætist en ekkert bendi hins vegar til þess miðað við núverandi aðstæður.

Hann segist einnig hafa efasemdir um uppsetninguna á frumvarpinu. „Hún er miðuð við gamla stjórnarráðið eins og það var. Þannig að frumvarpið er í rauninni uppkast að fjárlögum, eins og það liggur fyrir frekar heldur en stefnumörkun,“ segir Kristján.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert