Framlag til NATO hækkar

Merki Atlantshafsbandalagsins NATO.
Merki Atlantshafsbandalagsins NATO.

Fjárframlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins, NATO, hækkar um 148,4 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011.

Er þetta vegna hækkunar framlags í mannvirkjasjóð NATO, sérstaks framlags vegna rekstarhalla bandalagsins og hækkunar á tímabundnu framlagi vegna framkvæmda við nýjar höfuðstöðvar í Brussel.

Núgildandi kostnaðaráætlun NATO vegna byggingar nýrra höfuðstöðva gerir ráð fyrir rúmlega 20 milljarða heildarkostnaði og stighækkandi framlögum aðildarríkja til ársins 2015. Hlutdeild Íslands er áætluð rúmlega 600 milljónir króna á verðlagi fjárlaga 2010.

Fjárlagafrumvarpið 2011 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert