Hækkun skatta skilar 11 milljörðum

Í tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir nokkrum breytingum á skattkerfinu sem eiga að skila ríkissjóði 11 milljörðum króna í tekjur. Á hækkun skatta að skila 8 milljörðum króna.

Þá er áformað að veita frekari heimildir til að taka út séreignarsparnað og er áætlað að tekjuskattur af því skili ríkinu 3 milljörðum króna.

Eftirfarandi skattabreytingar eru helstar:

  • Skatthlutfall fjármagnstekjuskatt einstaklinga hækkar úr 18% í 20% og skattur á hagnað lögaðila hækkar úr 18% í 20%.
  • Erfðafjárskattur hækkar úr 5% í 10%.
  • Hlutfall auðlegðarskatts, sem tekinn var upp um síðustu áramót, verður hækkað eða skattleysismörk lækkuð. Skatthlutfallið er nú 1,25%.
  • Sérstakt vörugjald verður tekið upp á áfengi og tóbak í Fríhafnarversluninni árið 2011.
  • Kolefnisgjald verður hækkað. Í undirbúningi er að breyta reglum um álagningu bifreiðagjalds og vörugjalds á bíla þannig að það taki mið af losun gróðurhúsalofttegunda.
  • Til skoðunar hefur verið að leggja sérstakan skatt á bankastarfsemi.
Fjárlagafrumvarpið 2011

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert