Menntamálaráðuneytið leggur til að Fjölmiðlastofa verði sett á laggirnar til að hafa faglegt eftirlit með fjölmiðlum, líkt og segir í frumvarpi til laga um fjölmiðla.
Stofnunin yrði sjálfstæð og er henni ætlað að leysa útvarpsréttarnefnd af hólmi, sem fer með eftirlit og umsjón með starfsemi hljóð- og myndmiðla.
Fjölmiðlastofu sé ætlað að hafa sambærilegt eftirlit og umsjón með starfi annarra fjölmiðla.
Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að framlög til stofnunarinnar skýrist af þremur tilefnum.
Í fyrsta lagi er lagt til að veitt verði 23 milljónir króna rekstrarframlag vegna nýrra verkefna skv. frumvarpinu. Í öðru lagi er lagt til að veitt verði 3,5 milljónir tímabundið í stofnkostnað. Í þriðja lagi er lagt til að millifærðar verði til Fjölmiðlastofu 10,3 milljónir króna af reikningi útvarpsréttarnefndar.
Samtals er því gert ráð fyrir 36,8 milljónum króna útgjöldum.