Hörð gagnrýni á Hraðbraut

Menntaskólinn Hraðbraut hefur starfað í nokkur ár - myndin tengist …
Menntaskólinn Hraðbraut hefur starfað í nokkur ár - myndin tengist fréttinni ekki á annan hátt en þetta er frá útskrift stúdenta frá skólanum mbl.is/Jim Smart

Rík­is­end­ur­skoðun gagn­rýn­ir starf­semi mennta­skól­ans Hraðbraut­ar harðlega í nýrri skýrslu. Þar kem­ur fram að skól­inn hafi fengið tæp­lega 200 millj­ón­um of mikið frá rík­inu. Á sama tíma hafi eig­andi skól­ans greitt sér 82 millj­ón­ir í arð og aðilar tengd­ir eig­anda skól­ans hafi fengið 50 millj­ón­ir að láni frá skól­an­um. Að mati Rík­is­end­ur­skoðunar eru þess­ar lán­veit­ing­ar óeðli­leg­ar enda tengj­ast þær ekki rekstri skól­ans.

Í júní sl. bað mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið Rík­is­end­ur­skoðun um að kanna fram­kvæmd þjón­ustu­samn­ings ráðuneyt­is­ins við Hraðbraut ehf. sem rek­ur Mennta­skól­ann Hraðbraut.

Í nýrri grein­ar­gerð Rík­is­end­ur­skoðunar kem­ur fram að á tíma­bil­inu 2003–2009 reynd­ust nem­end­ur skól­ans um fimmt­ungi færri en áætlan­ir samn­ings­ins gerðu ráð fyr­ir. Fram­lög rík­is­ins voru hins veg­ar miðuð við þess­ar áætlan­ir og fékk skól­inn sam­tals 192 millj­ón­ir króna um­fram það sem hon­um bar á tíma­bil­inu.

Fékk 82 millj­ón­ir í arð en í raun hafði skól­inn ekki bol­magn til þess að greiða arð

Fram kem­ur að á tíma­bil­inu hafi arðgreiðslur skól­ans til eig­enda hans numið sam­tals 82 millj­ón­ir króna. Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur að skól­inn hafi í raun ekki haft fjár­hags­legt bol­magn til að greiða þenn­an arð.

Þá kem­ur fram að lán skól­ans til aðila tengdra eig­end­um hans hafi numið sam­tals 50 m.kr. í árs­lok 2009. Að mati Rík­is­end­ur­skoðunar eru þess­ar lán­veit­ing­ar óeðli­leg­ar enda tengj­ast þær ekki rekstri skól­ans. Stofn­un­in tel­ur óvíst að fjár­hags­leg­ar for­send­ur séu fyr­ir áfram­hald­andi rekstri hans.

Gef­ur eft­ir skuld en hef­ur ekki heim­ild til þess

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið mun ekki fara fram á að skól­inn end­ur­greiði of­greidd fram­lög á tíma­bil­inu 2004–2006 en þau nema rúm­lega 126 millj­ón­um króna.

„Að mati Rík­is­end­ur­skoðunar hef­ur ráðuneytið ekki heim­ild til að gefa eft­ir þessa skuld. Þess má geta að á um­ræddu tíma­bili nam hagnaður skól­ans um 57 m.kr. og arðgreiðslur til eig­enda um 24 m.kr. Lán skól­ans til aðila tengdra eig­end­um hans námu 16 m.kr. í árs­lok 2006.

Sam­kvæmt skýru ákvæði í þjón­ustu­samn­ingn­um skal ár­lega fara fram upp­gjör þar sem áætl­un um nem­enda­fjölda og fram­lög er bor­in sam­an við raun­töl­ur.

Í grein­ar­gerðinni seg­ir að slíkt upp­gjör hafi aldrei farið fram og er það gagn­rýnt. Að lok­um skal þess getið að út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar náði ein­göngu til fjár­hags­legra þátta og ekki til fag­legs starfs Hraðbraut­ar," seg­ir í til­kynn­ingu frá Rík­is­end­ur­skoðun.

Ólaf­ur Hauk­ur John­son, skóla­stjóri Mennta­skól­ans Hraðbraut­ar, er aðal­eig­andi skól­ans.

Um­fjöll­un mbl.is um skól­ann í sum­ar

Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar.
Ólaf­ur Hauk­ur John­son, skóla­stjóri Hraðbraut­ar. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert