Lánastarfsemin heyrir sögunni til

Ólafur Haukur Johnson
Ólafur Haukur Johnson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólaf­ur Hauk­ur John­son, skóla­stjóri Mennta­skól­ans Hraðbraut­ar, seg­ir að arður hefði ekki verið greidd­ur út til eig­enda skól­ans ef ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar hefðu legið fyr­ir um upp­gjörs­stöðu skól­ans gagn­vart rík­inu.

Þetta kem­ur fram í viðbrögðum hans vegna grein­ar­gerðar Rík­is­end­ur­skoðunar um fram­kvæmd þjón­ustu­samn­ings við Mennta­skól­ann Hraðbraut.

Skóla­stjór­inn seg­ir í at­huga­semd­um sín­um að það sé fagnaðarefni að Rík­is­end­ur­skoðun geri eng­ar at­huga­semd­ir við þjón­ustu­samn­ing­inn við ríkið, en beini spjót­um sín­um að mennta­málaráðuneyt­inu fyr­ir að hafa af­skrifað í heim­ild­ar­leysi hluta skuld­ar skól­ans við ríkið. „Rík­is­end­ur­skoðun bend­ir rétti­lega á að það „geti ekki tal­ist æski­legt“ að skól­inn hafi á sín­um tíma lánað fé til starf­semi sem tengd­ist starf­semi Hraðbraut­ar ekki á nokk­urn hátt. Þessi lána­starf­semi var birt­ing­ar­mynd hugs­un­ar­hátt­ar og hug­mynda sem voru áber­andi í sam­fé­lag­inu og heyr­ir sög­unni til,“ seg­ir Ólaf­ur Hauk­ur og bæt­ir við að að hann hafi til­kynnt mennta­málaráðuneyt­inu að hann sé reiðubú­inn að leggja skól­an­um til fjár­muni svo tryggja megi framtíðarrekst­ur skól­ans og semja um upp­gjör skulda skól­ans við rík­is­sjóð.

Viðbrögð við út­tekt­inni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert