Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist bera virðingu fyrir friðsamlegum mótmælum. Honum sé hins vegar illa við þegar fólk stefnir lífi annarra í hættu eins og gerst hafi á Austurvelli í dag.
Sigmundur Ernir sagði ljóst, að fólk vildi ný vinnubrögð. „Blessunarlega fór það svo, að 63 þingmenn greiddu atkvæði fyrr í vikunni um breytt vinnubrögð og það verður að ganga eftir, annars er þessu sjálfhætt hér."