Rannsókn á morðmáli miðar vel

Lögreglumenn leiða Gunnar Rúnar Sigurþórson inn í dómhús Héraðsdóms Reykjaness …
Lögreglumenn leiða Gunnar Rúnar Sigurþórson inn í dómhús Héraðsdóms Reykjaness í ágúst. mbl.is/Jakob Fannar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir, að bráðabirgðaniðurstöður lífsýna, sem voru sendar til Svíþjóðar til rannsóknar vegna morðmálsins í Hafnarfirði í ágúst, séu teknar að berast. Ekki sé þó hægt að greina frá niðurstöðum einstakra sýna að svo stöddu.

Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. ágúst sl., hefur játað sök líkt og aðrir eru ekki grunaðir um aðild. Málið telst því upplýst í meginatriðum.  

Dómkvaddur sérfræðingur annast geðrannsókn á Gunnari Rúnari svo unnt sé að meta geðrænt sakhæfi hans. Þá hefur sakborningurinn verið yfirheyrður áfram. Jafnframt hefur verið unnið að frekari gagnaöflun og úrvinnslu.  

Málið verður sent ríkissaksóknara til afgreiðslu þegar formlegar og endanlegur niðurstöður krufningar, lífsýna og geðrannsóknar liggja fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert