Samfylking við suðumark

Samþykkt var á Alþingi að senda mál Geirs H. Haarde …
Samþykkt var á Alþingi að senda mál Geirs H. Haarde til Landsdóms mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ágreiningur er kominn upp í þingflokki Samfylkingarinnar í kjölfar atkvæðagreiðslunnar um ákærurnar, sl. þriðjudag.

Hópur þingmanna flokksins telur að alla fjóra fyrrverandi ráðherrana hefði átt að ákæra, en annar hópur telur að engan hefði átt að ákæra.

Þeir þingmenn sem greiddu því atkvæði að Geir H. Haarde yrði ákærður, en ekki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sæta mestri gagnrýni.

Þá eru skiptar skoðanir innan þingflokksins um endurkomu Björgvins G. Sigurðssonar á þing og er talið líklegt að átök verði innan flokksins um einhverja hríð.

Í gær sagði í frétt Morgunblaðsins að viðmótið yrði ískalt á þinginu. Reiði þingmanna Sjálfstæðisflokksins í garð ákveðinna þingmanna Samfylkingar og Framsóknarflokks væri slík að þeir segjast ætla að sniðganga þá á þingi með öllu; ekki geti orðið um samstarf við þá að ræða og þeir njóti ekki trausts.

Pólitísk aðför meirihluta þingsins að einum manni, Geir H. Haarde, muni hafa afleiðingar í för með sér og þau sem tóku þá ákvörðun séu ekki búin að bíta úr nálinni með það, samkvæmt frétt Morgunblaðsins í gær.

Fjöldi úrsagna

Ekki hefur fengist staðfest hversu margar úrsagnir hafa verið úr flokknum síðustu daga, því Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastýra flokksins, neitaði hér í Morgunblaðinu í gær að upplýsa um það hversu margar uppsagnirnar hefðu verið eftir atkvæðagreiðsluna á þriðjudag, en hún staðfesti að nokkuð hefði verið um úrsagnir.

Jón Þór Sturluson hagfræðingur, fyrrverandi aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi banka- og viðskiptaráðherra, sagði sig til dæmis úr Samfylkingunni í fyrradag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert