Skuldarar voru komnir í vanda

Húsnæðislán hafa reynst mörgum heimilum íþyngjandi eftir hrun.
Húsnæðislán hafa reynst mörgum heimilum íþyngjandi eftir hrun. mbl.is/Golli

Skuldafenið sem þúsundir einstaklinga eru fastir í var tilkomið fyrir bankahrunið, að sögn Friðberts Traustasonar, formanns Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Hann segir marga skuldara hafa verið komna í óefni með fjármál sín áður en kreppan reið yfir. Hann telur bankamenn ekki of marga.

Friðbert bendir þannig á að margir skuldarar hafi verið búnir að reisa sér hurðarás um öxl þegar bankakerfið hrundi. Því sé ekki hægt að kenna bankahruninu eingöngu um stöðu þeirra í dag.

Hann vísar jafnframt þeim ummælum Jafets Ólafssonar, framkvæmdastjóra fjárfestingafélagsins Veigurs, á bug að starfsmenn í bankageiranum séu um fimmtungi of margir.

Máli sínu til stuðnings bendir Friðbert á að starfsmönnum í bankakerfinu hafi fækkað úr hátt í 6.000 niður í um 4.300 í dag. Annar mælikvarði sé að bankarnir hafi lokað 20 útibúum frá hruni og því hagrætt mikið í rekstrinum. Til að mynda hafi Landsbankinn fækkað útibúum úr 65 þegar mest var niður í 35 og er þá miðað við hámarksfjölda útibúa áður en hagræðing hófst fyrir hrun.

Friðbert Traustason.
Friðbert Traustason. Þorkell Þorkelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert