Sparað í utanríkisþjónustu

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Spara á nærri 200 milljónir í rekstri sendiráða og fastanefnda Íslands á næsta ári, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.

Hyggst utanríkisráðuneytið ná fram hagræðingu í sendiráðum með endurskoðun staðaruppbóta, risnu-  og ferðakostnaðar, fækkun starfsmanna og frestun starfsmannaflutninga. Þá verður dregið úr viðhalds- og stofnkostnaði sendiráða.

Á þessu ári voru tvö sendiráð lögð lögð niður, í Pretoríu og Róm, og einnig fastanefnd Íslands Strassborg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert