Auðmenn græða á uppboðum

Þór segir húsnæðislánin hafa verið tekin yfir af nýju bönkunum …
Þór segir húsnæðislánin hafa verið tekin yfir af nýju bönkunum á miklum afslætti sem almenningur fái ekki að njóta. mbl.is

Nýju bank­arn­ir keyptu hús­næðislán af þrota­bú­um gömlu bank­anna á mikl­um af­slætti en ganga hart fram í inn­heimtu gamla höfuðstóls­ins. Þetta full­yrðir Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, sem seg­ir þetta gert í þágu kröfu­hafa og til að skapa svig­rúm til af­skrifta auðmanna með vit­und stjórn­valda.

„Þetta er ógeðslegt. Ég skil ekki hvernig stjórn­völd geta látið þetta viðgang­ast,“ seg­ir Þór um stefnu bank­anna gagn­vart skuld­ur­um hús­næðislána.

Eins og kunn­ugt er hyggj­ast bank­arn­ir bjóða upp fast­eign­ir í stór­um stíl á næst­unni. Þór gagn­rýn­ir áformin harðlega og seg­ir að bank­arn­ir fái pen­inga sem þeir notuðu til að fjár­magna kaup á lán­un­um til baka við söl­una á upp­boði, jafn­vel þótt fast­eign­in sé seld und­ir markaðsverði. Bank­arn­ir geti einnig selt um­rædd­ar fast­eign­ir þegar bet­ur árar með hagnaði.

Um helm­ing­ur af­skrifaður að jafnaði

Aðspurður hversu stór hluti hús­næðislána var af­skrifaður við yf­ir­færsl­una í nýju bank­anna seg­ir Þór að rætt hafi verið um 50% að jafnaði á sín­um tíma. Því megi ætla að helm­ing­ur lán­anna eins og þau líta út í dag sé í raun þókn­un nýju bank­anna. Sú þókn­un sé nýtt í þágu kröfu­hafa með því að auka hagnað bank­anna og til að af­skrifa skuld­ir stórra viðskipta­vina, öðru nafni auðmanna, að kröfu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.

Innt­ur eft­ir þeim orðrómi að Lilja Móses­dótt­ir muni ganga í Hreyf­ing­una á næstu dög­um seg­ir Þór ekk­ert hæft í því. Lilja vilji ekki yf­ir­gefa VG enda líti hún svo á að það myndu vera svik við kjós­end­ur. Hann seg­ir þau Lilju tal­ast reglu­lega við og að hún taki und­ir þessa grein­ingu á hús­næðislán­un­um. Þau séu sam­mála um að þetta sé gert að kröfu AGS sem vilji frem­ur styrkja bank­anna og fyr­ir­tæki sem þeir eru í viðskipt­um við með af­skrift­um en að tryggja að skuld­ar­ar geti samið um hús­næðislán á nýj­um grunni.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert