Dalskóli tekinn formlega í notkun

Jón Gnarr spjallaði við nemendur og aðra gesti um nýja …
Jón Gnarr spjallaði við nemendur og aðra gesti um nýja skólann. mbl.is/Golli

Jón Gnarr borgarstjóri opnaði ásamt börnum í Úlfarsárdal nýjan Dalskóla við Úlfarsbraut formlega í morgun. Mikil ánægja er með nýja skólann en áætlað er að hann kosti um 400 milljónir króna.

Jón Gnarr borgarstjóri sagði Dalskóla marka nýtt upphaf í skólastarfi í Reykjavík þar sem flæði og sköpun í skólastarfi fengju óvenjumikið vægi. „Mér finnst þessi fallegi skóli vel geta verið vinaskóli skólans í Múmíndalnum því þar eins og hér lifa íbúarnir í sátt og samlyndi.“ 

Sannkölluð hátíð verður í dalnum af þessu tilefni og var öllum íbúum boðið að vera viðstaddir athöfnina. Á opnunarhátíðinni gefst íbúum tækifæri til að kynna sér starf barnanna á fyrstu starfsvikunum. Þau hafa sett upp sýningu með innsetningum, myndverkum og skúlptúrum, en í Dalskóla eru listir og skapandi greinar í öndvegi og samfléttaðar í allt nám.


Skólahúsnæðið er 926 fermetrar. Stór lóð fylgir skólanum sem mikil vinna hefur verið lögð í. Lóðin samanstendur af sleðabrekku efst, leiksvæði yngri barna vestan megin húss, leiksvæði eldri barna sunnan megin, náúrulegum móa miðsvæðis, kennslugarði austan megin og hlaupa- og boltasvæði syðst á lóð.

Dalskóli, sem er samrekinn leikskóli, grunnskóli og frístundaheimili, tók til starfa nú í haust. Í honum stunda 32 grunnskólabörn nám og 50 leikskólabörn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert