Ekkert sett í Lífeyrissjóð bænda

Heildarfjárveiting vegna búvöruframleiðslu lækkar um 178 milljónir kr. frá gildandi fjárlögum er frá eru taldar almennar verðlagsbreytingar.

Er þetta gert til að mæta markmiðum ríkisstjórnarinnar um samdrátt í ríkisútgjöldum. Gert er ráð fyrir að framlög til Lífeyrissjóðs bænda falli niður og framlög verði skert til Bændasamtakanna og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Greiðslur vegna búvörusamninga munu hins vegar taka breytingum samkvæmt samningum sem gerðir voru árið 2009. Samkvæmt þeim munu framlög hækka um 5% árið 2011 og nema alls 10,6 milljörðum kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert