Flögguðu í hálfa stöng

Flaggað var í hálfa stöng við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga í gær …
Flaggað var í hálfa stöng við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga í gær eftir að fjárlagafrumvarpið var birt. mbl.is/Hafþór

Á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík er gert ráð fyrir 39,5% niðurskurði útgjalda á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011 og segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri stofnunarinnar, það vera sem rothögg fyrir samfélagið þar nyrðra. Segja þurfi upp um 60-70 manns í 40-55 stöðugildum. Hann segir starfsmenn hafa verið í algeru áfalli þegar þeim bárust tíðindin.

„Þeir sem gætu misst vinnuna nú hafa ekki í önnur sambærileg störf að hverfa hér á svæðinu. Flest allt eru þetta kvennastörf. Þetta verður samfélaginu gríðarlega þungt ef af verður,“ segir Jón Helgi.

Hann segir gert ráð fyrir átta sjúkrarúmum eftir niðurskurð en hins vegar séu framlög til þeirra 20 rúma sem hafi verið rekin skorin niður um 85%. „Það er útilokað að reka þessi 8 rúm á þessum fjármunum,“ segir hann.

Einnig er gert ráð fyrir stórfelldum niðurskurði á heilbrigðisstofnunum víðsvegar um landið.

Mikill niðurskurður

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert