Rauði krossinn hvetur landsmenn til að taka þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs í dag en markmiðið er að fá 3.000 sjálfboðaliða til að ganga í öll hús á landinu og safna fyrir verkefni Rauða krossins í Afríku.
Ýmsir þekktir einstaklingar leggja söfnuninni lið, og mun rapparinn Erpur Eyvindarson standa vaktina í heimabæ sínum, Kópavogi, megnið af deginum, og fjölmiðlakonan Tobba Marinós ætlar að standa við stóru orðin og taka Karlagötuna.
Fólk sem vill ganga með Rauða krossinum til að safna fé fyrir börn í Afríku er hvatt til að skrá sig á www.redcross.is eða í síma 570 4000. Verndari söfnunarinnar, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun heimsækja söfnunarstöð Rauða krossins á Akureyri þegar hún verður opnuð kl. 10:00 í dag. Þaðan fer hann til Dalvíkur og tekur á móti söfnunarbaukum fyrir
hönd Rauða krossins þar, áður en ann tekur þátt í hátíðarhöldum
vegna opnunar Héðinsfjarðarganga.