Gorgelhátíð fyrir nýju orgeli

Guðríðarkirkja.
Guðríðarkirkja. Ómar Óskarsson

Gorg­el­hátíð Guðríðar­kirkju hefst á morg­un en með henni er verið að safna pen­ing­um svo hægt sé að ljúka við smíði org­els í kirkj­una. Sem stend­ur er verkið stopp og verður verk­stæði Björg­vins Tóm­as­son­ar org­elsmiðs lokað  safn­ist ekki pen­ing­ar til að halda smíðinni áfram.

Að sögn Lovísu Guðmunds­dótt­ur, kirkju­v­arðar í Guðríðar­kirkju, er búið að borga 9 millj­ón­ir kr. inn á org­elið en eft­ir­stöðvarn­ar hækkuðu gríðarlega eft­ir hrunið 2008 og tel­ur Lovísa að eft­ir sé að borga á bil­inu 20-30 millj­ón­ir króna.

„Ástæðan fyr­ir því að við höld­um þessa hátíð er að Björg­vin, org­elsmið, vant­ar pen­inga til að halda verk­inu áfram, ann­ars fer hann úr landi en þetta er eina org­elið sem er í smíðum hjá hon­um núna,“ seg­ir Lovísa. Fjór­ir menn hafa haft fulla at­vinnu við smíðina. Upp­haf­leg­ar áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir að org­elið kæm­ist upp á þessu ári en vegna taf­anna kemst það í fyrsta lagi upp árið 2012, að því gefnu að söfn­un­in gangi vel í næstu viku. „2012 er draum­ur­inn,“ seg­ir Lovísa.

Eins og fyrr seg­ir hefst hátíðin á morg­un og stend­ur í viku. Lista­menn­irn­ir sem fram koma eru ekki af lak­ara tag­inu, t.a.m. Diddú, Páll Óskar, KK, Garðar Thór Cortes, Raggi Bjarna og marg­ir fleiri.  „Þetta verða frá­bær­ir tón­leik­ar,“ seg­ir Lovísa. „Við von­umst til að fylla kirkj­una alla næstu daga.“

Miðaverð er 2.500 kr. en nán­ari upp­lýs­ing­ar má fá á grafar­holt.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert