Ófriðareldar slökktir

„Það náðist að koma í veg fyrir að það færi illa en auðvitað var þetta erfitt á tímabili,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, um mótmælin við þingsetninguna í gær.

Hann segir að þegar mest var hafi um tvö þúsund manns mótmælt og að mikill hiti hafi verið í fólki. Sumir hafi jafnvel ætlað sér að ganga lengra en að kasta eggjum eða tómötum að alþingismönnum.

Enginn hafi þó verið handtekinn og lögregla hafi ekki haft sérstök afskipti af neinum mótmælanda. Lögregla hafi haft sama viðbúnað og við þingsetninguna í fyrra.


Á Austurvelli við þingsetningar í gær.
Á Austurvelli við þingsetningar í gær. mbl.is/Eggert
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka