Reistu kross við Kistufell

Fólk á um 300 bílum tóku þátt í að reisa …
Fólk á um 300 bílum tóku þátt í að reisa krossinn. Halldór Kolbeins

Yfir þúsund banns á um 300 bíl­um tóku þátt í að reisa kross við Kistu­fell á Sprengjusands­leið í dag. Hóp­ur­inn vildi með þessu halda eins kon­ar  jarðarför yfir ferðaf­relsi í Vatna­jök­ulsþjóðgarði. Svein­björn Hall­dórs­son, hjá Ferðaklúbbur­inn 4x4, seg­ir mikla óánægju með fyr­ir­liggj­andi drög að reglu­gerð um rekst­ur þjóðgarðsins.

Fjöl­breytt­ur hóp­ur fólks stóð að mót­mæl­un­um, m.a. jeppa­menn, hesta­menn, mótor­hjóla­menn og vélsleðamenn.

Svein­björn sagði að fólk væri fyrst og fremst óánægt með  lok­un­um á Von­ar­sk­arði, Vikra­fells­leið, Heina­bergs­dal og mörg­um leiðum á Jök­ul­heima­svæðinu. Þetta gerði það að verk­um að ekki yrði hægt að fara um þetta svæði á vél­knún­um öku­tækj­um eða hest­um því að leiðir yrðu slitn­ar í sund­ur.


Svein­björn sagði líka mikla óánægju með vinnu­brögð við setn­ingu þess­ar­ar reglu­gerðar. Í þessu ferli hefði verið brot­in stjórn­sýslu­lög og gengið þvert á samþykkt­ir Árós­arsátt­mál­ans. Í und­ir­bún­ingi eru kær­ur til umboðsmanns alþing­is og stjórn­sýslukær­ur á stjórn­völd.

Málið er núna í hönd­um Svandís­ar Svavars­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra. Svein­björn sagði að full­trú­ar hóps­ins sem stend­ur að mót­mæl­un­um í dag hefði hitt ráðherra að máli tví­veg­is. Hann sagðist gera sér von­ir um að tekið yrði til­lit til sjón­ar­miða hóps­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert