Skuldir ríkissjóðs verða 1.329 milljarðar

Steingrímur J. Sigfússon kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.
Steingrímur J. Sigfússon kynnti fjárlagafrumvarpið í gær. mbl.is/RAX

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs verði 1.329 milljarðar í árslok 2011 og hækki um 44 milljarða á árinu. Árið 2005 námu skuldir ríkissjóðs 196 milljörðum króna.

Skuldir ríkissjóðs margfölduðust við hrun. Þær hafa síðan vaxið ár frá ári og munu halda áfram að vaxa þrátt fyrir útgjöld ríkissjóðs hafi verið skorin niður og skattar hækkaðir. Á næsta ári er áætlað að ríkið þurfi að greiða 75 milljarða í vexti vegna þessara skulda.

Reiknað er með að ríkissjóður verði fjármagnaður á þessu og næsta ári með útgáfu á ríkisskuldabréfum og með því að draga á innistæður ríkissjóðs í Seðlabanka. Áætlað er að handbært fé frá rekstri verði neikvætt um 88 milljarða á þessu ári og 47,3 milljarða á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert