Tveir formenn svæðafélaga Vinstri Grænna og einn stjórnarmaður hafa sagt sig úr flokknum, ýmist vegna óánægju með að VG hafi veitt aðildarumsókn að ESB brautargengi eða vegna óánægju með aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar.
Þungt hljóð sé í mörgum flokksmanninum á Suðurlandi. Bændur sem kusu VG líti á aðildarumsóknina sem svik við stefnuna fyrir kosningarnar 2009, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.