Útboð á dýpkun í Landeyjarhöfn

Herjólfur í sinni fyrstu ferð í Landeyjahöfn.
Herjólfur í sinni fyrstu ferð í Landeyjahöfn. Rax / Ragnar Axelsson

Siglingastofnun Íslands hefur birt auglýsingu þar sem óskað er eftir tilboðum í viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn. Áætlað er að dýpka þurfi allt að 285.000 rúmmetra á næstu þremur árum.  Unnið verður við dýpkun á tímabilinu frá október til apríl.

Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 21. október. Landeyjarhöfn hefur verið lokuð í meira en viku og er alls óvíst hvenær hægt verður að nota höfnina aftur. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar á meðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert