Um 65% landsmanna er fylgjandi því að öll gengistryggð bíla- og húsnæðislán verði gerð ólögmæt eins og frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Gallup, en RÚV greindi frá niðurstöðunum í hádegisfréttum.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur boðað að hann ætli að leggja fram frumvarp sem felur í sér að öll gengistryggð bíla- og húsnæðislán verði
gerð ólögmæt. Hann tilkynnti um þetta eftir að Hæstiréttur dæmdi slík lán ólögleg og að lánin ættu að bera lægstu almenna óverðtryggða vexti Seðlabankans. Frumvarpið hefur ekki enn verið lagt fram.
Niðurstöður þjóðarpúls Gallup sýna að nær 65% er fylgjandi
frumvarpinu, tæplega fimmtungur er því andvígur og álíka margir eru
hvorki fylgjandi né andvígir frumvarpinu.
Meirihluta þeirra sem eru með slík lán segja líklegast að þeir myndu breyta þeim í óverðtryggt lán í íslenskum krónum.