Bjarna Sæmundssyni verður lagt

Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson verður bundið við bryggju allt næsta ár.
Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson verður bundið við bryggju allt næsta ár. Sverrir Vilhelmsson

Rannsóknarskipi Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundssyni, verður lagt á næsta ári. Þetta kemur fram í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu, en frumvarpið gerir ráð fyrir að fjárveiting til Hafrannsóknastofnunar lækki um 123 milljónir eða um 17%.

Tæplega 1,3 milljörðum verður varið til Hafrannsóknastofnunar á næsta ári. Með því að leggja Bjarna Sæmundssyni verður verkefni þess flutt yfir á önnur skip. Í greinargerð með frumvarpinu segir að þetta þýði „minni rannsóknir á uppsjávarfiski, þ.e. síld, loðnu og makríl auk þess sem þátttöku í bergmálmsmælingum á karfa í Grænlandshafi [verði] hætt.“

Gert er að áhöfnum rannsóknarskipa fækki um 10-12 manns og að laun annarra starfsmanna sem tengjast úthaldi skipa lækki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert