Ekki sekur frekar en Brown eða Bush

Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.
Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Ómar Óskarsson

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir í samtali við breska dagblaðið Financial Times, að hann beri ekki ábyrgð á fjármálahruninu frekar en George Bush eða Gordon Brown. Kreppan hafi komið öllum á óvart.

Í viðtalinu segir hann að ástæða þess að Alþingi hafi ákveðið að draga hann fyrir landsdóm séu pólitískar. Margt hafi farið úrskeiðis í aðdragenda hrunsins og alltaf sé auðvelt að vera vitur eftir á. Það séu hins vegar eigendur og stjórnendur bankanna sem beri lagalega ábyrgð á hruninu, en ekki stjórnmálamenn.

Í blaðinu segir að Geir sé fyrsti þjóðarleiðtoginn sem sé ákærður vegna fjármálakreppunnar. Geir segir í viðtalinu að Alþingi hafi sett skelfilegt fordæmi með ákærunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert