Erfðafjárskattur hækkar

Erfðafjárskatt­ur tvö­fald­ast á næsta ári sam­kvæmt því sem lagt er til í fjár­laga­frum­varp­inu. Skatt­pró­sent­an fer úr 5% í 10%. Áætlað er að þetta skili rík­is­sjóði ein­um millj­arði í viðbót­ar­tekj­ur á ári.

Í grein­ar­gerð með fjár­laga­frum­varp­inu seg­ir að erfðarfjárskatt­ur sé lág­ur hér­lend­is í sam­an­b­urði við ná­granna­lönd okk­ar. Áætlað að þessi skatt­ur skili 2.350 millj­ón­um í rík­is­sjóð á næsta ári.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð með frum­varp­inu að áætl­un um tekj­ur rík­is­sjóðs vegna tekju­skatts ein­stak­linga mun ekki stand­ast á þessu ári. Tekj­urn­ar verða um 7 millj­örðum minni en reiknað var með í fjár­lög­um. Engu að síður er reiknað með að tekj­ur rík­is­sjóðs af tekju­skatti auk­ist um næst­um níu millj­arða á næsta ári frá áætl­un þessa árs. Ekki er gert ráð fyr­ir breyt­ing­um á álagn­ingu skatts­ins milli ára. Sömu­leiðis er reiknað með að tekj­ur rík­is­sjóðs vegna tekju­skatts fyr­ir­tækja auk­ist milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert