Forsendur frumvarpsins úreltar

hag / Haraldur Guðjónsson

„For­send­ur fjár­laga­frum­varps­ins eru að mörgu leyti úr­elt­ar og staðan veik­ari en gengið er út frá,“ seg­ir Hann­es G. Sig­urðsson, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

„Við fyrstu sýn kem­ur það okk­ur hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins á óvart að byggt sé á for­send­um þjóðhags­spár Hag­stof­unn­ar frá því í júní.“

Síðan í júní hafi for­end­ur verið end­ur­metn­ar og til dæm­is sé minni hag­vexti spáð á næsta ári sam­kvæmt áætl­un Seðlabank­ans frá því í ág­úst.

Hann­es seg­ir flest benda til þess að for­send­ur frum­varps­ins verði end­ur­metn­ar þegar ný þjóðhags­spá ber­ist í nóv­em­ber. Þær verði þá vænt­an­lega eitt­hvað verri en gengið sé út frá nú.

Slæm áhrif á fjár­fest­ing­ar

„Fyr­ir­hugaðar hækk­an­ir á fjár­magn­s­tekju­skatti og tekju­skatti fyr­ir­tækja slær okk­ur einnig illa því þær munu að lík­ind­um hafa slæm áhrif á fjár­fest­ing­ar sem er nú þegar í sögu­legu lág­marki,“ seg­ir Hann­es. Nauðsyn­legt sé að fá fjár­fest­ing­ar í gang því þannig skap­ist ný störf og viðsnún­ing­ur í efna­hags­líf­inu. 

Hann­es seg­ir frum­varpið að öðru leyti í sam­ræmi við þá lang­tíma­áætl­un sem um hafi verið samið við Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðinn. Stefnt sé að já­kvæðum frum­jöfnuði á næsta ári og ljóst að árið 2011 verði erfiðasta árið hingað til. 

Samtök atvinnulífsins
Sam­tök at­vinnu­lífs­ins mbl.is
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir forsendur fjárlagafrumvarpsins ekki …
Hann­es G. Sig­urðsson, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins seg­ir for­send­ur fjár­laga­frum­varps­ins ekki stand­ast. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert